Er ISIS ofjarl USA, ESB og NATO?

Ástandið í Sýrlandi er orðið hörmulegra en orð fá lýst eftir margra ára borgarastyrjöld og ekki síst vegna ótrúlegrar villimennsku morðóðra liðsmanna ISIS, sem drepa alla sem ekki sverja þeim hollustu og reyndar dugar það ekki þeim sem ekki eru Sunnimúslimar, því þeir eru umsvifalaust drepnir á hrottalegan hátt.

Vegna þessa hryllings eru nú þegar fjórar milljónir Sýrlendinga á flótta og takist ISIS það ætlunarverk sitt að ná á sitt vald einna mikilvægustu samgönguleið landsins er hætta talin á að flóttamönnum fjölgi á skömmum tíma upp í átta milljónir.  Flestir þeirra fjögurra milljóna manna sem nú eru á flótta í og frá Sýrlandi hafast við illan kost í flóttamannabúðum í nágrannaríkjum landsins eða eru á vergangi við jafnvel verri kost innanlands.

Bandaríkjamenn hafa lýst yfir stríði við hryðjuverkamenn og undir þeim formerkjum gert innrásir í Afganistan og Írak og ESB og Nato tóku þátt í loftárásum á Lýbíu til að hrekja Gaddafi frá völdum, sem ekki varð þó til annars en að algert stjórnleysi og morðalda ríkir nú í Lýbíu.  Í ljósi þessara afskipta er stórundarlegt að USA, ESB og NATO skuli ekki fyrir löngu vera búin að koma skikki á ástandið í Sýrlandi og stöðva illvirkin og morðæðið sem þar geysar.

Því verður hreinlega ekki trúað að mestu herveldi heimsins geti ekki komið ISIS fyrir kattarnef ef vilji væri fyrir hendi.  Einhver sér illþýðinu fyrir vopnum og einhver kaupir af þeim olíuna sem morðingjarnir nota til að fjármagna illvirki sín.  Olíunni er varla smyglað í litlum brúsum út úr Sýrlandi, til þess hlýtur að þurfa stóra olíubíla og jafnvel skip og einhversstaðar er unnin úr henni markaðsvara til endanlegra nota.

Það er greinilega ekki allt uppi á yfirborðinu hvað afstöðu vesturveldanna og annarra stórþjóða varðar í þessu efni.  Því verður ekki trúað að ISIS sé meira herveldi en allur annar hluti veraldarinnar samanlagt.


mbl.is Mun flóttamannafjöldinn tvöfaldast?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. september 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband