Björk og borgarstjórnin eru ekki haturseldfjall, heldur bara leirhver sem bullar í

Eins lygilega og það hljómar samþykkti meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur tillögu frá Björku Vilhelmsdóttur, sem var að láta af störfum sem borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, en það mun vera venja að samþykkja "kveðjutillögur" sem fulltrúarnir flytja þegar þeir hætta í borgarstjórn.

Kurteisi kostar ekkert og er sjálfsögð í mannlegum samskiptum, en takmörk eru fyrir öllu og algerlega forkastanlegt að samþykkja aðra eins tillögu og þessa, enda engin greining á bak við tillöguna um hvaða vörur þetta séu sem borgin á að hætta að kaupa, né hvort ekki megi vera snefill af ísraelskum uppruna í þeim vörum, eða þjónustu, sem borgin ætlar að sniðganga.

Ótrúlega margar vörur eiga ættir að rekja til Ísrael og t.d. er mjög líklegt að íhlutir tölvunnar sem Björk samdi tillöguna sína á séu einmitt framleiddir þar í landi ásamt hinum og þessum vörum sem fólk notar og neytir daglega án þess að hafa nokkra hugmynd um upprunann, né leiðir hugann nokkurn tíma að honum.  Ekki datt borgarstjórn, eða Björku, í hug að leggja til viðskiptabann á þjóðir þar sem barnaþrælkun tíðkast, eða einræði og kúgun af alls kyns togaer við lýði og almenningur á sér ekkert eða lítið frelsi.

Lýðræði og lög eru svosem ekkert uppáhald hjá Björk Vilhelmsdóttur, eins og lesa mátti í viðtali við hana í Fréttablaðinu um síðustu helgi.  Eftirfarandi er eitt af brotunum sem sýna óvirðingu hennar við lög, jafnrétti og lýðræðið:  „Svo finnst mér embættismenn ráða mjög miklu í kerfinu, það er alltaf lögfræðin sem ræður. Okkur langar oft að gera eitt og annað en lögfræðin segir: nei, það má ekki. Þið verðið að gæta meðalhófs, jafnræðisreglu, sveitarstjórnarlaga,“ útskýrir Björk. „Það er margt sem mann langar að gera en þá kemur borgarlögmaður, og ég hef ekkert á móti henni persónulega, og segir: heyrðu, jafnræðisregla stjórnsýslulaganna kemur í veg fyrir að þú getir veitt fjármagn til þessa verkefnis.“ 

Þegar allt málið er skoðað í heild sinni er ekki hægt að láta sér detta í hug að nokkuð annað en hreint hatur á Ísraelsríki stjórni þessum tillöguflutningi og Björk hafi verið að vinna sig í meira álit stjórnenda Hamas, enda er hún á leiðinni þangað og þar munu lög og reglugerðir ekkert flækjast fyrir henni.

 


mbl.is Eldfjall sem spúir hatri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. september 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband