"Eins og innviðir landsins þola"

Ráðherrafundur Evrópuþjóða komst ekki að neinni niðurstöðu í dag um hve mörgum flóttamönnum yrði veitt hæli í Evrópu, né hvernig þeim yrði deilt niður á löndin.

Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, sat fundinn og gerði grein fyrir afstöðu íslensku ríkisstjórnarinnar og er m.a. þetta eftir henni haft í meðfylgjandi frétt: "Enn­frem­ur að hún hafi greint frá því að Ísland hafi vilja til þess að taka við eins mörg­um flótta­mönn­um og innviðir lands­ins þoli og að mik­ill skiln­ing­ur hafi verið fyr­ir þeirri af­stöðu."

Það er einmitt mikilvægt að taka vel á móti þeim fjölda flóttamanna sem mögulegt verður að taka við og leggja frekar áherslu á að gera vel við þá sem koma en að keppast við að taka við sem mestum fjölda og geta svo ekki sinnt þörfum hans almennilega.

Framlag Íslendinga til þessa vandamáls mun ekki skipta neinum sköpum til lausnar þess, en getur hins vegar skipt höfuðmáli fyrir þær fjölskyldur sem hingað koma ef vel er að móttöku þeirra staðið og þeim sköpuð góð og friðsöm framtíð.

 


mbl.is Ekki náðist samstaða á neyðarfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. september 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband