30.8.2015 | 18:52
50 - 500 - 5.000 - 50.000 flóttamenn til landsins?
Eftir "arabíska vorið" hefur flótti fólks frá Líbýu, Sýrlandi, Írak og fleiri löndum orðið svo gríðarlegur til Evrópu að ekki verður neitt við ráðið og hvorki vilji né geta í Evrópu til að taka við öllu þessu hrjáða fólki.
Glæpamenn ýta undir vandamálið með því að ljúga því að stríðshrjáðu fólkinu að gull og grænir skógar bíði þess í Evrópu og hafa af því óheyrilegar upphæðir, jafnvel aleiguna, fyrir fargjaldinu yfir hafið. Fólkinu er troðið í nánast hvaða hriplekt skipshræ sem fyrirfinnst og því miður hefur þessi glæpalýður orðið þúsundum þessa örvæntingafulla fólks að bana með þessum óhæfu og handónýtu sjóförum.
Hér á landi virðist vera skollin á samkeppni um að stinga upp á sem mestum fjölda flóttamanna sem Íslendingar ættu að taka á móti og eru þar nefndar tölur frá fimmtíu og upp í þúsundir. Yfirleitt fylgir ekki með nein áætlun um hvernig eigi að standa að móttöku þeirra þúsunda sem talað er um og jafnvel gefið í skyn að hægt væri að koma upp búðum í iðnaðarhúsnæði, íþróttahúsum, ýmsu hálfbyggðu húsnæði og yfirleitt hverri þerri kompu sem auð er af einhverjum ástæðum.
Íslendingum hættir nokkuð oft til að tala og jafnvel framkvæma áður en þeir hugsa og verður ekki annað séð en að margur sé að fara órtúlega langt fram úr allri almennri skynssemi í þessu efni og flóttafólkinu yrði takmarkaður greiði gerður með því að koma því fyrir í "gettóum" á Íslandi.
Fyrst ber að finna húsnæði í íbúðahverfum innan um almenna borgara og eftir að það er fundið er hægt að byrja að skipuleggja annað sem tilheyrir stórkostlegum fólksflutningum milli landa. Geta til tungumálakennslu í stórum stíl verður að vera fyrir hendi, ásamt annarri getu til almennrar kennslu aðkomubarnanna í skólum landsins og vinnu þarf að finna fyrir þá fullorðnu, bæði karla og konur.
Þegar búið verður að hugsa málið til enda rennur upp tími framkvæmda. Fyrr ekki.
![]() |
Gætum tekið við 1500-2000 manns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)