Íslenskir okrarar afhjúpaðir einu sinni enn

Íslenskir kaupmenn hafa lengi haldið því fram að vöruverð á Íslandi væri hærra en í nágrannalöndunum vegna gríðarlegra tolla á innfluttar vörur, hærri virðisaukaskatts en annarsstaðar tíðkaðist að ekki sé minnst á útspilið um flutningskostnaðinn vegna fjarlægðarinnar frá öllum siðmenntuðum löndum.

Af og til er flett ofan af hreinu okri íslenskra verslana og sýnt fram á slíkt með órækum sönnunargögnum en jafnharðan bera okrararnir af sér sakir, fara með sömu rulluna og að ofan greinir og innan örfárra daga lognast umræðan útaf og okrararnir halda ótrauðir áfram sínu framferði.

Nú hafa Neytendasamtökin flett rækilega ofan af svívirðilegu okri sjónvarpstækjasala með beinum samanburði á útsöluverðunum hér á landi og í Danmörku og kemur þá í ljós allt að rúmlega hundrað prósenta verðmunur íslenskum kaupendum í óhag.

Ekki dugar fyrir okrarana að kyrja sönginn um háar opinberar álögur, því í skýrslu samtakanna kemur m.a. þetta fram: "Sá mikli verðmun­ur sem fram kem­ur í allt of mörg­um til­vik­um er ekki hægt að af­saka með op­in­ber­um álög­um. Hér er lagður á 7,5% toll­ur á sjón­varps­tæki en 14% í Dan­mörku. Virðis­auka­skatt­ur hér er 24% á sjón­varps­tæki en 25% í Dan­mörku. Op­in­ber­ar álög­ur á sjón­varps­tækj­um eru þannig lægri hér en í Dan­mörku."

Íslendingar hafa löngum látið þetta svívirðilega okur yfir sig ganga og ættu að hætta að láta bjóða sér þetta svínarí.  Geti einstakir kaupmenn ekki rekið verslanir sínar án svona svívirðilegs okurs, sem nánast má líkja við þjófnað, eiga þeir að snúa sér að annarri starfsemi sem þeir réðu hugsanlega betur við.

 


mbl.is Sjónvarp tvöfalt dýrara hér en í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. ágúst 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband