19.8.2015 | 19:54
Íslenskir okrarar afhjúpaðir einu sinni enn
Íslenskir kaupmenn hafa lengi haldið því fram að vöruverð á Íslandi væri hærra en í nágrannalöndunum vegna gríðarlegra tolla á innfluttar vörur, hærri virðisaukaskatts en annarsstaðar tíðkaðist að ekki sé minnst á útspilið um flutningskostnaðinn vegna fjarlægðarinnar frá öllum siðmenntuðum löndum.
Af og til er flett ofan af hreinu okri íslenskra verslana og sýnt fram á slíkt með órækum sönnunargögnum en jafnharðan bera okrararnir af sér sakir, fara með sömu rulluna og að ofan greinir og innan örfárra daga lognast umræðan útaf og okrararnir halda ótrauðir áfram sínu framferði.
Nú hafa Neytendasamtökin flett rækilega ofan af svívirðilegu okri sjónvarpstækjasala með beinum samanburði á útsöluverðunum hér á landi og í Danmörku og kemur þá í ljós allt að rúmlega hundrað prósenta verðmunur íslenskum kaupendum í óhag.
Ekki dugar fyrir okrarana að kyrja sönginn um háar opinberar álögur, því í skýrslu samtakanna kemur m.a. þetta fram: "Sá mikli verðmunur sem fram kemur í allt of mörgum tilvikum er ekki hægt að afsaka með opinberum álögum. Hér er lagður á 7,5% tollur á sjónvarpstæki en 14% í Danmörku. Virðisaukaskattur hér er 24% á sjónvarpstæki en 25% í Danmörku. Opinberar álögur á sjónvarpstækjum eru þannig lægri hér en í Danmörku."
Íslendingar hafa löngum látið þetta svívirðilega okur yfir sig ganga og ættu að hætta að láta bjóða sér þetta svínarí. Geti einstakir kaupmenn ekki rekið verslanir sínar án svona svívirðilegs okurs, sem nánast má líkja við þjófnað, eiga þeir að snúa sér að annarri starfsemi sem þeir réðu hugsanlega betur við.
![]() |
Sjónvarp tvöfalt dýrara hér en í Danmörku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggfærslur 19. ágúst 2015
Höfundur

Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
malacai
-
andres
-
annabjorghjartardottir
-
attilla
-
skagstrendingur
-
baldvinj
-
benediktae
-
beggo3
-
h2o
-
bbg
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
siggibragi
-
brandarar
-
deiglan
-
gagnrynandi
-
doggpals
-
ekg
-
elfur
-
eeelle
-
ellamagg
-
elismar
-
evaice
-
ea
-
fannarh
-
lillo
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gunnargunn
-
tilveran-i-esb
-
gthg
-
gun
-
gudbjorng
-
zumann
-
gudjul
-
gp
-
hreinn23
-
brekkukotsannall
-
gustaf
-
hallarut
-
morgunblogg
-
hannesgi
-
miniar
-
maeglika
-
heimssyn
-
aanana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
minos
-
atvinnulaus
-
daliaa
-
ingvarvalgeirs
-
jakobk
-
fun
-
jennystefania
-
jonsullenberger
-
dondi
-
jonsnae
-
jonvalurjensson
-
jonarni
-
jonoskarss
-
jorunnfrimannsdottir
-
kaffistofuumraedan
-
krist
-
kristinn-karl
-
krissiblo
-
kristjan9
-
altice
-
sleggjudomarinn
-
elvira
-
mathieu
-
morgunbladid
-
ninasaem
-
pallru
-
pallvil
-
palmij
-
iceland
-
ragnar73
-
rannsoknarskyrslan
-
redlion
-
seinars
-
fullvalda
-
logos
-
sigrunzanz
-
sigurduringi
-
sigurdurkari
-
siggisig
-
sisi
-
siggifrikk
-
stebbifr
-
stjornuskodun
-
stormsker
-
saevargudbjornsson
-
athena
-
susannasvava
-
tibsen
-
ubk
-
vala
-
val
-
vestarr
-
postdoc
-
gummih
-
asdisran
-
thjodarsalin
-
mullis
-
sumri
-
t24
-
omarragnarsson
-
umbiroy
-
thjodarheidur
-
thorhallurheimisson
-
flinston
-
diva73
-
thjodarskutan
-
lifsrettur
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar