Konur ráði líkama sínum sjálfar

Það hefur lengi verið krafa ýmissa kvennasamtaka að konur eigi að fá að ráða líkama sínum alfarið sjálfar.  Innifalið í þessum rétti er að hafa fullt ákvörðunarvald um fóstureyðingar, enda er það talið falla undir stjórn eigin líkama þrátt fyrir að ekki séu allir sammála um þá afstöðu.

Bæði kvennasamtök og nánast allt heiðarlegt fólk hefur barist gegn mansali, nauðgunum og barnaníði með ráðum og dáð, en allt framangreint er mikið vandamál í heiminum og þá ekki síður á vesturlöndum en annarsstaðar.

Nú hefur Amnesty International samþykkt tillögu um afglæpavæðingu vændis og vilja samtökin að kaup og sala vændis, ásamt rekstri vændishúsa, verði gerð lögleg, ekki síst í þeim tilgangi að vernda vændissalana gegn mansali og nauðung, en fram til þessa er það glæpalýðurinn sem hagnast hefur mest á þessari starfsemi og þá ekki síst með mansali og annarri nauðung þeirra sem neyddir hafa verið til vændis gegn vilja sínum.

Í ljósi þeirrar miklu baráttu fyrir jafrétti kynjanna og ekki síður kröfunni um að konur ráði líkama sínum skilyrðislaust er það að mörgu leyti undarlegt að kvennasamtök skuli snúast algerlega öndverð við tillögu Amnesty International og ekki síður í ljósi þess hve öll kynlífsumræða er mikil og að frelsi til iðkunar kynlífs á allan hugsanlegan máta er ekkert feimnismál lengur.

Kannski eru það bara alls ekki allar konur sem eiga að ráða líkama sínum sjálfar, heldur séu það bara sumar konur sem vilja ráða líkömum allra kvenna.


mbl.is Leggja til afglæpavæðingu vændis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. ágúst 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband