Forystumenn ESB taka eigin hag umfram hörmungar Grikkja

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og harðsvíraður baráttumaður fyrir innlimun Íslands í ESB, skrifar á Fésbók um hrossakaupin innan ESB, Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og evrópska seðlabankans vegna hörmunganna í Grikklandi.

Ekki síður fjallar Össur um valdabaráttu pólitíkusa ESBlandanna, ekki síst Angelu Merkel kanslara Þýskalands og Wolfgangs Schäu­ble, fjár­málaráðherra í stjórn hennar.  Össur, sem ætti manna best að þekkja hrossakaupin og spillinguna innan ESB, viðurkennir að allir innan sem utan ESB hafi vitað að Grikkland uppfyllti ekki skilyrðin fyrir upptöku evru, en forysta ESB hafi tekið þátt í blekkingaleiknum til að troða evrunni uppá Grikki.

Össur segir að ESB hafi aldrei, allt frá árinu 2009, tekið á raunverulegum vanda Grikkja, heldur ávallt verið með smáskammtalækningar sem í raun hafa verið til að friða almenning í ESBlöndunum, ekki síst Þýskalandi, og ekki síður verið hluti af pólitískum skilmingum milli pólitíkusa á svæðinu.

Í pistli Össurar segir m.a:  „Þessi staða skýr­ir vax­andi stríðleika síðustu sól­ar­hringa í yf­ir­lýs­ing­um Merkels. Hún þarf að finna ein­stigi á milli eig­in póli­tískra þarfa sem fel­ast í að halda Grikkj­um inn­an evr­unn­ar og her­skárra skoðana síns eig­in fjár­málaráðherra sem vill þá út. Milli þeirra eru vax­andi fá­leik­ar og í þýsk­um stjórn­mál­um velta menn því fyr­ir sér hvort Wolfgang Schauble hygg­ist láta til skar­ar skríða gegn Merkel í mál­inu – og jafn­vel fella hana af stalli.“

Að þýskir stjórnmálamenn hafi meiri áhyggjur af eigin hag en af hörmungum grísks almennings er skýring eins helsta ESBsinna landsins.  Varla fer hann með fleipur um þann skollaleik.


mbl.is Pólitíkusar sekir en ekki almenningur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. júlí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband