Hortugheit og græðgi eða fjárkúgun

Stjórnendur íslenskra banka halda áfram að ganga fram af fólki með hroka sínum og græðgi, sem m.a. birtist í kröfum um svimandi háa bónusa og nú síðast í kröfu yfirmanna Íslandsbanka um að fá í sinn hlut allt að tveggja milljarða hlut í bankanum fyrir að vinna þá vinnu sem þeir eru ráðnir til að sinna.

Þessi krafa virðist byggja á hóunum um að vinna ekki af samviskusemi að því sem að bankanum snýr varðandi niðurfellingu gjaldeyrishaftanna, þ.e. að slóra við frágang málsins þannig að bankinn lendi í útgönguskattinum á næsta ári með þeim aukakostnaði sem því fylgir umfram það að ganga frá málinu fyrir áramót, eins og samningar við ríkisvaldið kveða á um.

Eftir því sem fregnir herma benda þessir gráðugu, hortugu og heimtufreku stjórnendur Íslandsbanka á fordæmið sem Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráðherra, gaf þegar hann gaf starfsmönnum Landsbankans 1% hlut í bankanum þegar hann var gerður að hlutafélagi.

Steingrímur J. lék af sér hvern afleikinn af öðrum í störfum sínum sem fjármálaráðherra, en slík afglöp eiga ekki og mega ekki verða fordæmi fyrir því að framkvæma annan eins óskunda og þarna er farið fram á af gjörsamlega veruleikafyrrtum stjórnendum Íslandsbanka.

Krafa, sem byggist á því að hóta því að valda fyrirtækinu sem fólk vinnur hjá stórskaða, verði ekki orðið við því að afhenda svimandi háa fjármuni, minnir á meira á fjárkúgun af grófasta tagi en nokkuð annað.


mbl.is Vilja hlut í Íslandsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. júlí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband