Ólík aftstaða til undirverktaka

Forkólfar álvers Ríó Tinto í Hafnarfirði harðneita að ræða við verkalýðsfélög starfsmanna sinna um nokkrar breytingar á kjarasamningum og allra síst launaliðum, nema félögin samþykki að fyrirtækinu verði heimilt að ráða fleiri undirverktaka til starfa í verksmiðjunni.

Slíka undirverktöku ætlar fyrirtækið að nýta sér til að spara launakostnað og segist með því geta sparað starfsmenn vegna starfa sem eru tilfallandi og krefjist ekki fastra launamanna allt árið.  Þetta fallast verkalýðsfélögin ekki á, en halda því fram að þvert á móti ætli álverið að nýta sér undirverktöku, svokallaða gerfiverktöku, til að ráða starfsfólk á lægri launum en kjarasamningar fyrirtækisins og félaganna gera ráð fyrir.

Á Landspítalanum er þveröfugt uppi á tengingnum, því þar vilja hjúkrunarfræðingar stofna starfsmannaleigu til að selja spítalanum vinnu á taxta sem gæfi hjúkrunarfræðingunum mun hærri laun en kjarasamningar gera ráð fyrir.  Framkvæmdastjóra hjúkrunar hrýs hugur við þessum fyrirætlunum, enda sé slíkt fyrirkomulag miklu dýrara fyrir spítalann og allt vinnuskipulag mun erfiðara og flóknara en ella og auki þar til viðbótar álag og erfiði kjarasamningsráðinna starfsmanna.

Það er greinilega mikill höfuðverkur sem fylgir því að ákveða hvort nýta skuli verktöku.


mbl.is Dýrt að kaupa verktaka í hjúkrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. júlí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband