Mannslíf fyrir kauphækkun?

„Það er mat sér­fræðinga okk­ar að raun­veru­leg hætta sé á að ein­hver hafi skaðast vegna af­leiðinga verk­falls­ins, muni gera það eða jafn­vel láta lífið,“ sagði Páll Matth­ías­son, for­stjóri spít­al­ans, meðal ann­ars í föstu­dagspistli sem birt­ur var á heimasíðu sjúkra­húss­ins.

Þegar svona er komið, eins og fram kemur í pistli forstjóra Landspítalans, er mál að linni.  Hvað er hægt að réttlæta að mörgum mannslífum verði fórnað fyrir hvern tíuþúsundkall sem hægt verður að kreista í kauphækkanir með þessum þjösnalegu verkfallsaðgerðum?

Auðvitað er ekki réttlætanlegt að fórna einu einasta mannslífi í kjarabaráttu og þar sem engar líkur virðast vera á því að samningar náist um kjör opinberra starfsmanna fyrr en búið verður að semja á almenna vinnumarkaðinum verður hreinlega að stöðva verkfall heilbrigðisstarfsmanna með lagasetningu.

Auðvitað þaf að fylgja slíkri aðgerð trygging fyrir því að heilbrigðisstéttirnar fái sambærilega kjarabót og aðrir eftir að vinnudeilum lýkur.

Óbreytt ástand með þeirri lífshættu sem fylgir er algerlega óásættanlegt.


mbl.is Kom verulega á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. maí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband