Ríkið á ekki að niðurgreiða launakostnað einkafyrirtækja

Það eru orð í tíma töluð að tímabært sé að fyrirtækin á almenna markaðinum sjái sjálf um að standa undir launakostnaði fyrirtækja sinna.  

Forstjórar og aðrir yfirmenn, ásamt stjórnarmönnum einkafyrirtækja hika ekkert við að hækka sín eigin laun, en væla síðan um aðkomu ríkissjóðs þegar lægst launaða fólkið krefst mannsæmandi launa.

Ríkissjóður á ekki að niðurgreiða launagreiðslur á almennum vinnumarkaði og er full ástæða til að halda eftirfarandi orðum Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, til haga og hljóta allir að geta verið sammála honum í þessu efni:

„Ég tel að at­vinnu­rek­end­um í land­inu hafi tek­ist um of að velta ábyrgðinni á því að gera bet­ur við þá sem eru í lægstu launa­flokk­un­um í fangið á rík­inu. Það er ekk­ert eðli­legt við það að með þau bóta­kerfi sem við erum með og tekju­skatt­s­kerfið eins og það er í dag, þar sem að ríkið sér ekki eina krónu af laun­um upp í 240.000, að það sé áfram þannig að það sé vanda­mál rík­is­ins að bæta bet­ur hlut þessa fólks,“ sagði Bjarni og bætti við að sá tími hlyti að koma að at­vinnu­rek­end­ur taki að sér að greiða mann­sæm­andi laun til þeirra tekjuminnstu. „Það get­ur ekki bara verið vanda­mál rík­is­ins.“


mbl.is Ekki bara vandamál ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. maí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband