Mannvonska og skeytingarleysi um náungann

Ótrúlegt er að lesa um nauðgun sem átti sér stað á almenningsströnd í Florida um hábjartan dag og var látin viðgangast af mörg hundruð vitnum, sem virðist ekki hafa dottið í hug að hreifa legg eða lið til hjálpar fórnarlambinu.

Í fréttinni segir m.a:  "Að sögn yf­ir­valda stóðu mörg hundruð manns og horfðu á er menn­irn­ir nauðguðu kon­unni. Var ekk­ert gert til þess að stöðva menn­ina."  Ekki getur það verið vitnunum til afsökunar að hafa haldið að um einhvern leik eða fíflagang hafi verið að ræða, því einnig kemur fram í frásögninni af málinu:  "Lög­reglu­stjór­inn í Bay County, Frank McKeit­hen sagði að mynd­bandið væri „lík­lega það ógeðsleg­asta, and­styggi­leg­asta og sjúk­asta“ sem hann hef­ur séð á þessu ári á þess­ari ákveðnu strönd. „Og ég hef séð margt þar,“ bætti hann við."

Oft berast fregnir af skytingarleysi vegfarenda um samborgara sem í einhverjum erfiðleikum eiga, lenda í slysum eða árásum, en það hlýtur að teljast nánast hámark ómerkilegrar framkomu að hundruð manna skuli fylgjast með nauðgun tveggja illmenna úr þriggja metra fjarlægð án þess að lyfta hendi til björgunar fórnarlambsins. 

Svona mál vekja alltaf jafn mikla furðu og hneykslun á þeim sem undan líta þegar annað eins og þetta gerist.  

Myndi maður sjálfur haga sér svona í samskonar aðstæðum?


mbl.is Fjölmargir fylgdust með nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. apríl 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband