Kunna forsprakkarnir að skammast sín?

Ótrúleg múgæsing greip um sig í þjóðfélaginu í gær eftir að auglýsingasnepillinn, sem kallar sig "Fréttablaðið", spann upp æsingafrétt um meinta nauðgun og hreinlega laug því að annar hinna ákærðu í málinu byggi í íbúð sem "útbúin væri til nauðgana".

Það er ekki nýtt að þessi umræddi snepill og fleiri óvandaðir fjölmiðlar birti fréttir af þessum toga til að vekja á sér athygli, en það furðulega gerðist að ótrúlegasta fólk gekk af göflunum vegna málsins og hreinlega tók hina ákærðu og alla þeirra aðstandendur nánast af lífi án dóms og laga, eins og raunar er vani dómstóls götunnar.  

Viðbjóðurinn sem gekk um samfélagsmiðlana, jafnvel með myndbirtingum og hótunum allskonar, er ótrúlegur og gekk óþverrahátturinn svo langt að boðað var til útifundar við lögreglustöðina við Hlemm þar sem krafist var gæsluvarðhalds yfir hinum grunuðu, án þess að mannsöfnuðurinn hefði nokkrar sannanir eða annað en slúður og kjaftasögur til réttlætingar gerðum sínum.  

Fréttastofur sjónvarpsstöðvanna, sem vilja láta taka sig alvarlega, tóku fullan þátt í uppþotinu með því að birta viðtöl við forsprakka uppþotsins án þess að sýna nokkurn skilning á þeim óhæfuverkum sem þetta lið átti upptök að og æsti til.

Svokallað "Fréttablað" hefur ekki séð sóma sinn í að biðjast afsökunar á sínum þætti þessa hneykslis og varla er að vænta að flestir þeirra sem verst létu geri það heldur. 

Svona óþverraháttur er öllum sem að komu á einhvern hátt til ævarandi skammar og vonandi læra þeir að hugsa áður en þeir framkvæma næst þegar reynt verður að kalla saman dómstól götunnar.


mbl.is „þu munt missa útlimi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. nóvember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband