Matvælastofnun hefur vald til að leyfa dýraníð í allt að tíu ár

Matvælastofnun hefur virðist hafa vald, samkvæmt lögum, til að hylma yfir glæpi dýraníðinga og ætlar meira að segja að gefa sumum þeirra frest til að hætta níðinu í allt að tíu ár.

Aum er sú afsökun svínaníðinganna að í lögum hafi verið heimild til að hafa búr og stíur dýranna svo lítil að skepnurnar gætu ekki hreyft sig, hvorki snúið sér né staðið upp og hvað þá gengið um.

Hafi dýrahaldari ekki ekki meiri innsýn í líðan býstofns síns en raunin sýnir, sérstaklega varðandi stóru svínaverksmiðjubúin, eiga slíkir níðingar hvergi nærri dýrum að koma og ættu að snúa sér að einhverjum öðrum störfum þar sem mannlegar tilfinningar koma ekki við sögu.

Það er ótrúlegt að menn skuli fela sig á bak við lög frá Alþingi sem kveða á um að ekki megi kvelja dýr nema að takmörkuðu leyti og níðingar sem jafnvel vilja kalla sig bændur sjái ekki sóma sinn í að búa betur að bústofni sínum en slíkar lágmarkskröfur gera og að það skuli ekki snerta tilfinningar þeirra á nokkurn hátt að skepnurnar líði helvítiskvalir alla sína ævidaga.

Í raun er skelfilegt til þess að hugsa að Matvælastofnun skuli ekki eingöngu hylma yfir með níðingunum, heldur ætli að heimila viðbjóðinn í allt að tíu ár ennþá.

 


mbl.is Aðlögunarfrestur svínabænda liðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. október 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband