Hryðjuverkamenn "undir eftirliti"

Hroðalegar fréttir berast nú frá Frakklandi, þar sem hryðjuverkamenn hafa drepið a.m.k. sextán manns í tengslum við hermdarverk gagnvart skopblaði sem dirfst hafði að birta grínmyndir af Múhameð spámanni.

Hryllingurinn hófst með morðárás franskra bræðra, sem ættir eiga að rekja til Alsír en þó fæddir og uppaldir í Frakklandi, inn á ritstjórnarskrifstofur skopblaðsins Charly Hedbo þar sem þeir drápu tólf manns áður en þeir flúðu af vettvangi.  Til stuðnings bræðrunum réðst félagi þeirra inn í verslun og tók þar gísla með hótunum um að drepa þá alla væri umsátri um bræðurna ekki hætt.  Áður en yfir lauk féllu hryðjuverkamennirnir fyrir byssukúlum lögreglunnar en höfðu þó drepið a.m.k. fjóra gísla áður.

Afar athyglisvert er að þessir menn allir eru sagðir hafa verið undir eftirliti lögreglunnar vegna aðildar sinnar að hryðjuverkasamtökum, eða eins og fram kemur í viðhangandi frétt:  "Reu­ters-frétta­stof­an hef­ur fengið það staðfest hjá lög­reglu að morðing­inn hafi verið liðsmaður sama hryðju­verka­hóps og bræðurn­ir Chérif og Saïd Kouachi. Um er að ræða hryðju­verka­hóp sem hef­ur verið kennd­ur við 19. hverfi Par­ís­ar­borg­ar þar sem fjöl­marg­ir mús­lím­ar búa. Cherif Kouachi var dæmd­ur í fang­elsi fyr­ir aðild sína að hópn­um árið 2008. Sá sem tal­inn er hafa skotið lög­reglu­kon­una var dæmd­ur árið 2010 fyr­ir hlut sinn í að und­ir­búa flótta Smains Alis Belkacems úr fang­elsi en Belkacem er hug­mynda­smiður­inn á bak við hryðju­verka­árás á lest­ar­stöð í Par­ís árið 1995. Þar lét­ust átta manns og 120 særðust."

Hvernig má það vera að hryðjuverkamenn sem eru undir eftirliti lögreglu geta vopnast hríðskotabyssum, skotheldum vestum og öðrum þungavopnum án þess að nokkur verði þess var?  Hvernig geta hryðjuverkahópar starfað í borgum Evrópu og undirbúið hermdarverk sín án nokkurra afskipta yfirvalda?

Fyrst svona getur gerst þar sem eftirlit á að vera virkt, hvað getur þá gerst þar sem ekkert eftirlit er með svona brjálæðingum?


mbl.is Ný gíslataka í París
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. janúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband