Það á ekki að leggja mikið á sig til verndar undirmönnum

Lærdómurinn sem lekamálið svokallaða skilur eftir virðist vera í aðalatriðum sá, að yfirmenn skuli ekki standa með undirmönnum sínum og verja þá með kjafti og klóm þegar þeir sverja af sér afglöp í starfi þegar og ef slíkt er á þá borið.

Hanna Birna Kristjánsdóttir gekk á allt sitt starfsfólk í Innanríkisráðuneytinu og óskaði eftir því að ef einhver þeirra hefði lekið upplýsingunum um Tony Omos þá gæfi sá hinn sami sig fram og stæði fyrir máli sínu.

Enginn í ráðuneytinu viðurkenndi nokkra sök í málinu og því reyndi Hanna Birna að standa með sínu fólki og verja það, bæði gagnvart dómstóli götunnar sem dæmir og framfylgir dauðadómum án nokkurra réttarhalda og lögregluyfirvöldum sem höfðu málið til formlegrar rannsóknar.

Þegar mannleysan sem sendi fjölmiðlum upplýsingarnar játaði loks á sig verknaðinn var það mikið áfall fyrir Hönnu Birnu, sem gengið hafði lengra í vörnum sínum fyrir undirmennina en æskilegt hefði verið úr því að naðra hafði gert sér bæli á vinnustaðnum.

Yfirmenn, a.m.k. hjá hinu opinbera, munu væntanlega ekki leggja á sig erfiði til að verja undirmenn sína í framtíðinni ef og þegar á þá verða bornar sakir um óvarlega upplýsingagjöf til fjölmiðla um þau verkefni sem til umfjöllunar eru á viðkomandi vinnustað.


mbl.is „Þú ert með sjö, þú ert með sjö!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. janúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband