Þarf endilega að móðga, þó það sé leyfilegt

Eftir morð öfgafullra islamista í París á teiknurum og ritstjórn grín- og háðblaðsins Gharlie Hedbo hafa vesturlandabúar sameinast um að lýsa yfir stuðningi við mál- og tjáningarfrelsi.  

Hefur sá stuðningur átt sér samnefnara í orðunum "Je suis Charlie" sem er bein yfirlýsing um staðfastan stuðning við að tjáningarfrelsið skuli aldrei skert, hvað sem á dynur.

Viðbrögð útgefenda blaðsins voru þau að gefa strax út nýtt tölublað af Charlie Hedbo með skopmynd af Múhameð spámanni á forsíðu, ásamt háði og spéi um morðingjana sem réðust inn á ritstjórnina vikuna áður.  Charlie Hedbo seldist í fimm milljónum eintaka eftir morðárásina, en hafði að meðaltali selst í um sextíuþúsundum áður.

Sjálfsagt og eðlilegt er að verja tjáningarfrelsið fram í rauðan dauðann, auðvitað með þeim takmörkunum að það sé ekki nýtt til að ljúga upp á fólk og ræna það ærunni. Málfrelsið ber því að takmarka eins lítið og mögulega þarf, en ætlast verður til að fólk hafi sjálft vit og rænu til að nota það af skynsemi og réttlæti. 

Tveir milljarðar manna í veöldinni líta á það sem grófa móðgun við sig og trúarbrögð sín að skopteikningar, eða teikningar yfirleitt, séu birtar opinberlega af spámönnum sínum og þá alveg sérstaklega af Múhameð, sem æðstur er allra spámanna í augum áhangenda Islam.

Þrátt fyrir frelsið til að tjá sig um nánast hvað sem er og gera grín að hverju því sem fólki dettur í hug verður að gera þá kröfu að frelsið sé notað skynsamlega og alls ekki til að móðga, særa og reita til reiði tvær milljónir manna margítrekað með aðferðum sem viðtað er að verst mun undan svíða.

Væri ekki öllum í hag að beita tjáningarfrelsinu af svolítið meiri skynsemi en þessar móðganir eru dæmi um?


mbl.is Brenndu franska fánann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. janúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband