Samkeppnislög yfir Mjólkursamsöluna

Mjólkursamsalan hefur samkvæmt úrskurði Samkeppniseftirlitsins beitt keppinauta sína, fyrst Mjólku og síðar Mjólkurbúið Kú, níðingslegum brögðum til að koma þeim út af markaði.  Mjólkursamsalan notaði markaðsráðandi stöðu sína til að okra á samkeppnisfyrirtækjunum í verði hráefna sem þau gátu ekki keypt annarsstaðar vegna einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar á því sviði.

Mjólkursamsalan er undanþegin samkeppnislögum og hefur nýtt sér það til að einoka markaðinn fyrir mjólkurvörur og tókst að leggja Mjólku undir sig í samstarfi við Kaupfélag Skagfirðinga, sem mun vera stærsti eigandi Mjólkursamsölunnar og þar með ráðandi aðili á þeim markaði í landinu.

Í ljósi þessa alvarlega máls hljóta stjórnvöld að grípa í taumana og setja lög um aðskilnað samrekstrar Kaupfélags Skagafjarðar og Mjólkursamsölunnar, brjóta Mjólkursamsöluna upp í smærri einingar og færa allan rekstur fyrirtækja sem tengjast landbúnaði undir samkeppnislög, eins og hver önnur fyrirtæki í landinu.

Núverandi skipan laga og reglna um fyrirtæki landbúnaðarins og þá alveg sérstaklega um rekstur Mjólkursamsölunnar er nánast eins og hvert annað nátttröll úr þjóðsögunum sem dagað hefur uppi með breyttum kröfum um nútímalega og heiðarlega viðskiptahætti.

Ekki síður þyrfti að breyta lögum í þá veru að brjóti fyrirtæki jafn gróflega af sér og Mjólkursamsalan hefur orðið ber að, þá verði stjórnendur þeirra gerðir persónulega ábyrgir alveg eins og gildir um stjórnendur ef þeir standa ekki skil á gjöldum starfsmanna sinna til hins opinbera.

 


mbl.is Segir tjónið nema 200 milljónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. september 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband