Hanna Birna kveður mannorðsníðingana í kútinn

Undanfarna mánuði hafa allir helstu mannorðsníðingar landsins keppst við að níða æruna af Hönnu Birnu, Innanríkisráðherra, og reynt að bola henni úr embætti með ótrúlega ógeðslegum árásum á hana af upphaflega ómerkilegu tilefni en með sífelldum viðbótum við ásakanirnar og nýjum dylgjum.

Herferðin hefur verið undir forystu ritstjóra DV, sem virðist illa haldinn af ofsóknaræði og Ríkisútvarpið hefur gert sitt til að kynda undir óhróðrinum og ekki hafa rógtungur vinstri aflanna látið sitt eftir liggja í þessari ófrægingarherferð í samræmi við þá gömlu kenningu að ef ósannindin eru endutekin nógu oft fari þau að virka eins og sannleikur.

Hanna Birna hefur kosið að halda sig til hlés og verja sig ekki með tilvísun til þess að slíkt væri ekki við hæfi á meðan á rannsókn málsins stæði, en líklega hafa það verið mistök af hennar hálfu því þögn hennar hefur einungis virkað eins og olía á eld þegar litið er til framgöngu DV og annarra mannorðsníðinga í herferðini gegn henni.

Loksins hefur mælirinn verið orðinn fullur að hennar mati því hún kom fram í löngu og ítarlegu viðtali í þættinum "Sprengisandi" á Bylgjunni í morgun og eins og vænta mátti sýndi hún fram á hversu glórulausar þessar árásir hafa verið og tilefnislausar.

Eftir þetta viðtal hljóta þeir sem fremstir hafa farið í flokki í þessum ógeðslegu og ósanngjörnu árásum á mannorð Hönnu Birnu að skammast sín og biðjast afsökunar á framferði sínu.  Líklega er það þó til of mikils mælst miðað við fyrri framkomu þessara aðila. 


mbl.is „Vantraust á ráðuneytið moldviðri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. ágúst 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband