28.8.2014 | 19:37
Geta skuldarar borið heimsku fyrir sig til að losna undan lánaskilmálum?
Árið 1979 voru sett lög, svokölluð Ólafslög, um verðtryggingu fjárskuldbindinga og síðan hefur mestur hluti lána sem veitt hafa verið í landinu verið bundinn við breytingu vísitölu. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á því við hvaða vísitölu skuli miðað en undanfarin mörg ár hefur verið miðað við breytingu neysluverðsvísitölunnar.
Vegna mikils falls krónunnar á árunum 2008 og 2009 og þar með mikillar hækkunar neysluverðsvísitölunnar hafa ýmsir skuldarar verðtryggðra lána rekið mál fyrir dómstólum í tilraun til þess að fá þau dæmd ólögleg og í andstöðu við ESB-tilskipanir, en með úrskurði EFTA-dómstólsins í dag virðist sú tilraun farin út um þúfur.
Stefnendur hanga þó á síðasta hálmstráinu, sem er að skuldarar skilji ekki upp eða niður í verðtryggingunni, þrátt fyrir þrjátíuogfimm ára gildistíma, og viti því ekki undir hvað þeir eru að gangast með undirritun lánasamninganna.
Í úrskurði EFTA-dómstólsins segir m.a: "Hvað varðar þá spurningu hvort aðferðinni við útreikning verðbreytinga hefði verið rækilega lýst taldi dómstóllinn það ákaflega mikilvægt að neytandi fengi nægilegar upplýsingar um skilmála samnings og afleiðingar hans áður en hann samþykkti hann. Slík lýsing yrði að gefa neytandanum færi á að taka upplýsta ákvörðun áður en hann undirritaði samning. Þetta ætti sérstaklega við í tilvikum þar sem aðilar kæmu sér saman um verðtryggingu sem leiddi sjálfkrafa til breytinga á höfuðstól skuldarinnar líkt og verðtryggingin í þessu tilviki. Það væri á grundvelli þeirra upplýsinga sem neytandi ákvæði hvort hann vildi skuldbinda sig eða ekki samkvæmt skilmálum sem seljandinn eða veitandinn hefði samið fyrirfram."
Niðurstaða málsins virðist því velta á því hvort skuldarar geti borið fyrir sig heimsku til þess að sleppa undan lánasamningum sínum, t.d. húsnæðislánum.
![]() |
Verðtrygging ekki bönnuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (56)