Er stéttarfélögum stjórnað af eintómum liðleskjum?

Fulltrúar stéttarfélagsins Einingar játa að þeim berist fjöldi erinda í hverjum mánuði vegna þess að eigendur veitingahúsa stela í stórum stíl af launum starfsmanna sinna.  Áður hafa fulltrúar VR játað opinberlega að vita um og fá stöðugar kvartanir vegna slíkra þjófnaða.  Hvorugt félagið, né nokkur önnur, gera nokkurn skapaðan hlut til að berjast gegn þessum ræningjabælum og útrýma þessum ósóma.

Að greiða launþegum skipulega lægri laun en kjarasamningar segja til um, er skýrt samningsbrot og því skylda lanþegafélaganna að skerast í leikinn og berjast af krafti fyrir hönd skjólstæðinga sinna, enda er þeim það gjörsamlega ómögulegt hverjum fyrir sig enda reknir umsvifalaust óski þeir leiðréttingar sinna mála.

Stéttarfélögin eiga að sjálfsögðu að boða verkföll á hverjum þeim vinnustað sem upplýsist að rekinn sé af slíkum vesalingum að þeir hafi samvisku til að stela af launum þeirra starfsmanna sinna sem á lægstu laununum vinna, væntanlega til þess að geta veitt sjálfum sér meira í þeirri von og vissu að stéttarfélögunum sé stjórnað af slíkum liðleskjum að aldrei verði gripið til raunhæfra aðgerða til þess að fletta ofan af þjófunum.

 


mbl.is Krafðist réttra launa og var rekin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. ágúst 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband