Pútin er ábyrgur fyrir fjöldamorðunum á flugfarþegunum

Pútin, Rússlandsforseti, reynir á aumlegan hátt að kenna stjórnvöldum í Úkraínu um þann ómennska glæp að farþegaþota hafi verið skotin niður yfir yfirráðasvæði uppreisnarmanna þar í landi, sem sameinast vilja Rússlandi og hafa yfir ótrúlega miklum og fullkomnum vopnabirgðum að ráða.  

Annað eins vopnabúr er ekki frá neinum komið öðrum en rússneskum yfirvöldum og staðfest hefur verið að eldflaugar sem ætlaðar eru til að granda flugvélum í mikilli flughæð voru einmitt nýlega flutt frá Rússlandi yfir til uppreisnarmannanna í Úkraínu.

Þó tilgangur Rússa með þessum vopnasendingum hafi verið að láta pótintáta sína í Úkraínu skjóta niður úkraínskar flugvélar eru glæpaverkin sem unnin eru með þessum vopnum algerlega á ábyrgð Rússa og undan þeirri ábyrgð getur Pútin ekki skotið sér.

Því miður er hætta á því að þessi glæpaverk falli í skuggann af þeim voðaatburðum sem eiga sér stað í Ísrael um þessar mundir og munu því ekki verða fordæmd af jafn mikilli hörku og annars hefði verið.  Í báðum tilfellum eru það óbreyttir borgarar sem verst verða úti og þola þjáningar og dauða sem enginn virðist geta eða vilja stöðva.


mbl.is Pútín varpar ábyrgð á Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. júlí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband