Hverjir eru "stóru leigusalarnir"?

Húsaleiga hefur farið ört hækkandi á markaði undanfarna mánuði og er "stórum leigusölum" ekki síst kennt um að spenna upp verðið á leiguíbúðunum.

Nokkur félög, sem keypt hafa upp tugi íbúða, eru orðin talsvert ráðandi á leigumarkaðinum og þegar þau kaupa íbúðir sem þegar eru í leigu, hækka þau leiguverðið um allt að 30%, enda reikna rekstraraðilar félaganna með því að leigendur samþykki slíka hækkun þegjandi og hljóðalaust þar sem þeir hafi hvort sem er ekki í nein önnur hús að venda.

Í ljósi þess að einstaklingar kvarta yfir því að bankar séu orðnir afar strangir á greiðslumati og fólki sé jafnvel neitað um lán til húsnæðiskaupa þrátt fyrir að slík kaup kæmu betur út en að leigja, er að mörgu leyti undarlegt að "stórir leigusalar" virðast hafa ótakmarkaðan aðgang að lánsfé sem þeir endurgreiða með síhækkandi húsaleigu.

Þessir sömu "stóru leigusalar" spenna upp verðið á íbúðum með yfirboðum og eru því ekki síður til tjóns fyrir þá sem eru í kauphugleiðingum en hinum sem þurfa að greiða sífellt hærri húsaleigu vegna innkomu þessara aðila á markaðinn. 


mbl.is 500 vildu leigja eina íbúð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. júlí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband