Fórnarlambið Jón Gnarr

„Ég var fórn­ar­lamb míns eig­in brand­ara“ segir Jón Gnarr um framboð sitt og Besta flokksins til borgarstjórnar í Reykjavík og ennfremur segist hann hafa fengið martraðir þegar brandarinn fór að hafa þær afleiðingar að fólk fór að trúa því að framboðið væri í alvöru en ekki í gríni gert.

Nú segir Gnarrinn í viðtali við heimspressuna að hann útiloki ekki forsetaframboð eftir tvö ár, þannig að svo virðist sem að endurtaka eigi brandarann og útvíkka aðeins.  Líklega er Gnarrinn orðinn nógu samlagaður sínum eigin brandara núna, að lítil hætta verði á martröðum að þessu sinni.

Ótrúleg viðkvæmni hefur verið hjá mörgum, ekki síst Jóni Gnarr sjálfum,  fyrir allri gagnrýni á svokallaðan borgarstjóraferil hans sem, eins og allir vita sem vilja vita, var nánast að nafninu til og aðrir sinntu  flestum skyldustörfunum sem titlinum fylgdu á síðasta kjörtímabili.

Sjálfsagt verður sama uppi á teningnum þegar og ef Jón Gnarr fer í raun og veru af stað með grínþáttinn um forsetaembættið. 


mbl.is Fékk martraðir vegna Besta flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. júní 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband