Borgarlistamaður lætur af störfum

Jón Gnarr, sem í raun hefur gegnt stöðu borgarlistamanns undanfarin fjögur ár, lætur nú af störfum sem slíkur og snýr sér væntanlega að því að vinna úr þeim mikla efnivið sem hann hefur viðað að sér á þessum árum.

Gnarrinn hefur til viðbótar við "uppistand" við ýmis tækifæri komið út einni eða tveim bókum á starfstímanum og vafalaust verður ekki langt að bíða þess að fjöldi skemmtiþátta í útvarpi og sjónvarpi líti dagsins ljós og verði  byggðir á því sem hann hefur séð til hinna ýmsu stjórnmálamanna sem við völd hafa verið í borginni undanfarin ár.

Dagur B. Eggertsson hefur sinnt borgarstjórastörfum í heilt kjörtímabil, án þess að fá að bera titilinn formlega enda "gleymdist" að kjósa hann í embættið á borgarstjórnarfundi í dag þar sem forseti borgarstjórnar áleit auðvitað, eins og allir aðrir, að Dagur B. hefði verið borgarstjóri allt síðasta kjörtímabil og því væru öll formsatriði varðandi starfið óþörf.

Jón Gnarr hefur alltaf verið góður leikari og ágætur handritshöfundur, þó ekki kunni allir að meta húmor hans og verður fróðlegt að fylgast með úrvinnlu þeirrar reynslu sem hann hefur aflað sér sem borgarlistamaður á síðasta kjörtímabili.

Dagur B. verður sjálfsagt svipaður borgarstjóri áfram og hann hefur verið og ekki að vænta neinna afreka af hans hálfu næsta kjörtímabil, frekar en á þeim fyrri. 


mbl.is Dagur tekinn við taumunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. júní 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband