1.6.2014 | 08:01
Stórmerkileg niđurstađa kosninga í Reykjavík
Margt er merkilegt viđ niđurstöđu borgarstjórnarkosninganna og ţá ekki síst ađ ţrátt fyrir mikinn sigur Samfylkingarinnar dugar hann ekki til ađ hún og arftaki Besta flokksins geti myndađ tveggja flokka meirihluta, ţar sem arftakinn beiđ afhrođ miđađ viđ útkomu forverans fyrir fjórum árum.
Miđađ viđ kosningafylgi Samfylkingarinnar verđur líklega ađ telja ađ hún sjálf hafi í raun fengiđ mest af fylgi Besta flokksins til sín, enda ekki veriđ neinn greinanlegur munur á flokkunum tveim á síđasta kjörtímabili.
Önnur stórmerk tíđindi ţessara úrslita eru slök niđurstađa Sjálfstćđisflokksins, sem ţó er mun skárri en skođanakannanir gáfu til kynna fram á síđasta dag ađ flokknum myndi takast ađ ná. Flokkurinn mun nokkuđ örugglega verđa í stjórnarandstöđu í borginni nćsta kjörtímabil og í ţví hlutverki verđur hann ađ vera ákveđinn og áberandi, en var hvorugt undanfarin fjögur ár og geldur ţess núna.
Viđ meirihlutamyndun í borginni verđur VG líklega kippt um borđ međ Samfylkingu og Bjartri framtíđ og verđur fróđlegt ađ sjá hvernig ţessum flokkum mun ganga ađ vinna saman, ţar sem ekki er líklegt ađ Sóley Tómasdóttir verđi eins fylgispök viđ Dag B. Eggertsson og Gnarrinn hefur veriđ undanfarin ár.
Einna merkilegustu tíđindi kosninganna eru ţó líklega útkoma Framsóknarflokksins, sem margfaldađi ţađ fylgi sem skođanakannanir spáđu honum ađeins örfáum dögum fyrir kosningar og verđur ađ skrifa ţann sigur á gríđarlegar árásir vinstri manna á efsta mann Framsóknar á öllum vígstöđvum dagana fyrir kosningar. Ţessar ofbođslegu og illvígu árásir gerđu flokkinn svo áberandi ađ kosningarnar voru ađ stórum hluta farnar ađ snúast um Framsóknarflokkinn og ađrir komust varla ađ međ sín málefni.
Viđ fyrstu sýn virđist Samfylkingarfólk og fréttamenn ljósvakamiđlanna ţví hafa misst meirihlutann í borginni međ sínum illvíga málflutningi um Framsóknarflokkinn, en tryggt honum sinn stćrsta kosningasigur í fjörutíu ár.
Ţar feilreiknuđu vinstri menn sig illilega á lokadögum kosningabaráttunnar.
![]() |
Meirihlutinn fallinn í borginni - lokatölur |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)