Þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur

Samkvæmt skoðanakönnunum munu núverandi stjórnarflokkar í Reykjavík fá góðan meirihluta til að halda áfram stjórn borgarinnar á næsta kjörtímabili.

Þetta er merkilegt í því ljósi að mikil óánægja er meðal borgarbúa með stjórn þessara flokka á síðasta kjörtímabili, ekki síst vegna skipulagsmálanna og nægir að benda á flugvallarmálið, ýmislegt sem hefur verið að koma upp á yfirborðið um blokkarbyggingar yfir bílageymslur í vesturbænum og meðfram Suðurlandsbrautinni við Laugardalinn.

Jafn sjálfsagt og það er að liðka til fyrir umferð reiðhjóla þykir flestum að gangi út yfir þjófabálk eyðing bifreiðastæða vítt og breitt um borgina og þykja einna furðulegastar framkvæmdir í þá veru við Borgartún, þar sem venjulega eru mikil vandræði að finna bílastæði við fyrirtæki og stofnanir sem þar eru staðsettar.

Í ljósi þessara skoðanakannana kemur upp í hugann málshátturinn gamli og góði:  "Þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur". 


mbl.is Samfylking og BF með 53,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. maí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband