Er Landspítalinn stórhættulegur lífi fólks?

Margt og mikið hefur verið rætt og ritað um "læknamistök" í gegn um tíðina og fellur þar undir allt sem aflaga getur farið í heilbrigðiskerfinu.

Svo langt hefur verið gengið að gefa í skyn að tugir, eða hundruð manna láti lífið árlega á Íslandi vegna "læknamistaka", eins og sjá má t.d. hérna  http://www.visir.is/hin-hlidin-a-vidreisn-lsh/article/2013712179934

Alls staðar eru gerð mistök af einhverju tagi og vafalaust eru gerð ýmis mistök á Landspítalanum, eins og annarsstaðar en ef nú á að taka upp sem reglu að ákæra fyrir þau og krefjast dóma yfir starfsmönnum spítalans verður stutt í að enginn fáist þar til starfa, enda flestir komnir bak við lás og slá, verði niðurstaða þessa máls sú að starfsmaðurinn fái á sig dóm fyrir manndráp af gáleysi.

Að taka upp á því að ákæra starfsfólk heilbrigðiskerfisins vegna "mistaka" er stórkostlega vanráðið og ætti alls ekki að eiga sér stað.  Auðvitað á annað við ef grunur leikur á að um stórkostlegt hirðuleysi sé að ræða eða hreinlega ásetning um að gera sjúklingi miska eða jafnvel að ráða honum bana. 


mbl.is Siðferðilegt glapræði ríkissaksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. maí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband