Munu margir hafna leiðréttingu lána sinna?

Í dag mun væntanlega verða opnaður vefurinn leiðrétting.is þar sem fólk mun geta sótt um leiðréttingu vegna verðtryggðra íbúðalána sinna, sem skapaðist vegna óðaverðbólgunnar sem forsendubrestur bankahrunsins olli á sínum tíma.

Margir, sérstaklega kjósendur Samfylkingarinnar, VG og Bjartrar framtíðar, hafa fundið þessari leiðréttingu allt til foráttu og þingmenn þessara flokka greiddu atkvæði gegn lögunum um lánalækkunina og sögðu hana nánast vera einkamál Framsóknarflokksins, sem tekist hefði að véla Sjálfstæðisflokkinn til fylgis við málið til þess að halda friðinn innan ríkisstjórnarinnar.

Miðað við undirtektir þeirra sem eru vinstra megin við miðju í stjórnmálaskoðunum og umtal þeirra um þessa skuldalækkun hljóta margir þeirra að sleppa algerlega að sækja um að fá að njóta síns skerfs af þeirri upphæð sem til lækkunarinnar er fyrirhugað að verja, þannig að meira mun þá verða til skiptana fyrir hina sem óska leiðréttingar sér til handa.

Líklega mun leyndin yfir því hverjir sækja um lánalækkun verða til  þess að margur maðurinn muni lauma inn umsókn í algjörri andstöðu við það sem hann hefur áður sagt og skrifað um efnið. 

Mannlegt eðli mun ráða för, nú sem endranær. 


mbl.is Leiðrétting.is í lokatékki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. maí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband