Verkalýðshreyfingin er örlát við forstjórana sína

Flest stærstu fyrirtæki landsins eru í meirihlutaeigu lífeyrissjóðanna, eða réttara sagt fjárfestingarfélaga lífeyrissjóðanna, enda fáir, ef nokkrir, sem geta keppt við þann risavaxna auðjöfur sem verkalýðshreyfingin er orðin í gegn um þessa sjóði.

Lífeyrissjóðirnir eru í raun lifeyristryggingarsjóðir með skylduaðild og ættu því að vera stjórnað af raunverulegum eigendum sínum, sem eru tryggingaþegarnir sjálfir en verkalýðshreyfingin og samtök atvinnurekenda ættu þar hvergi að koma nærri.

Fulltrúar verkalýðs og atvinnurekenda eru farnir að meðhöndla bæði lífeyrissjóðina og fjárfestingasjóðina eins og sína einkaeign og skammta sér ótrúlegar fúlgur í stjórnarlaun, að ekki sé talað um þau brjálæðislegu laun sem þeir skammta forstjórunum og öðrum yfirmönnum þessara fyrirtækja.

Á sama tíma og verkalýðsforystan leggur blessun sína yfir ótrúlega fáránlegar launahækkanir til æðstu stjórnenda stórfyrirtækjanna heldur hún að hægt sé að fá hina almennu starfsmenn til að sætta sig við smánarhækkanir, með hótunum um að efnahagslífið leggist algerlega á hliðina ella.

Það er sannleikskorn til í því að þjóðfélagið þolir ekki miklar almennar kauphækkanir eins og sakir standa, en almenningur þolir ekki siðleysi og eiginhagsmunasemi verkalýðsforystunnar og forstjóra hennar á sama tíma og ætlast er til að almenningur sætti sig við hægfara kauphækkanir á mörgum árum. 


mbl.is Gífurleg launahækkun stjórnenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. maí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband