Var aldrei ætlunin að borga erlendu skuldirnar?

Samkvæmt fréttum mun íslenska þjóðarbúið ekki eiga gjaldeyri fyrir erlendum skuldum á næstu árum og tæplega nokkur nema seðlabankinn og ríkissjóður sem hafa lánstraust til að geta framlengt erlendar skuldir sínar til lengri tíma.

Þetta leiðir hugann að því að erlendir lánadrottnar þurftu að afskrifa óheyrilegar upphæðir af erlendum skuldum einkaaðila eftir bankahrunið og þrátt fyrir allar þær afskriftir verður ekki hægt, eða a.m.k. erfitt, að standa skil á þeim erlendu skuldum sem eftir afskriftirnar stóðu.

Ætli bankamenn og þeir sem tóku öll þessi erlendu lán á árunum fyrir hrun hafi aldrei hugsað út í þá staðreynd að gjaldeyristekjur þjóðarinnar hefðu aldrei dugað til að endurgreiða öll þau lán sem fjármálastofnanir jusu út til almennings og fyrirtækja á "lánæristímanum"?

Ekki bætti Steingrímur J. úr skák með hinu óskiljanlega skuldabréfi sem hann lét nýja Landsbankann gefa út til þess gamla, þ.e. hátt í þrjúhundruðmilljarða króna í erlendum gjaldeyri.  Þetta skuldabréf er nú að skapa mestu erfiðleikana sem efnahagur þjóðarbúsins stendur frammi fyrir næstu árin.

Það væri fróðlegt að fá einhverjar skýringar frá þeim sem tóku öll þessi erlendu lán á því hvernig þeir hafi séð fyrir sér að þau yrðu endurgreidd. 


mbl.is Eigum ekki fyrir afborgunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. apríl 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband