Frændur eru frændum verstir

Norðmenn, sem telja verður nánustu frændþjóð Íslendinga, hafa löngum verið meðal hörðustu andstæðinga íslensku þjóðarinnar þegar deilur hafa sprottið vegna einhverra málefna í samskiptum nágrannaþjóða.

Öllum er í fersku minni hvernig Norðmenn komu fram við Íslendinga í Icesavemálinu og þar voru þeir manna harðastir í að reyna að knésetja þjóðina og koma henni í efnahagslegan þrældóm Breta og Hollendinga næstu áratugina a.m.k.

Í makríldeilunni hafa Norðmenn barist með öllum ráðum við hlið ESB gegn réttmætum veiðum Íslendinga í sinni eigin landhelgi og nánast hvatt til efnahagsþvingana gegn Íslendingum til að kvésetja þá í réttmætri baráttu fyrir nýtingu eigin auðlinda.

Í sextíuogþrjú ár hefur Óslóarborg sent Reykvíkingum jólatré til að lífga upp á Austurvöll í svartasta skammdeginu, en segja nú að slík gjöf sé allt of dýr fyrir fjárhag borgarinnar og nú geti Íslendingar bara sjálfir séð um sín jólatré, eins og annað.  Slíkt eigi ekkert að hafa áhrif á vináttu þjóðanna, enda geti Norðmenn svo sem stjórnað dansi í kringum jólatréð eða skemmt Reykvíkingum á annan hátt við tendrun hins íslenska jólatrés.

Borgarstjóri Óslóar segir að áfram muni borgin gefa London jólatré, enda Bretar miklir vinir Norðmanna og þeir vilji allt gera til að viðhalda og efla þann vinskap.  

Vináttan er greinilega misjafnlega mikils metin í Ósló. 


mbl.is Íslendingar fá ekki fleiri jólatré
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. apríl 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband