Þjóðar- (atkvæðagreiðslu-) sátt

Lengur en elstu menn kæra sig um að muna hefur ESBumræðan skapað gríðarlegt ósætti meðal þjóðarinnar, þó mikill meirihluti hennar hafi aldrei, samkvæmt skoðanakönnunum, viljað tengjast ríkjasambandinu meira en nú þegar er með samningnum um evrópska efnahagssvæðið.

Eftir að VG keypti ráðherrastóla af Samfylkingunni gegn samþykkt innlimunarbeiðni að ESB hafa deilurnar magnast og nú keyrir úr hófi í þeim efnum eftir að núverandi ríkisstjórn hefur lagt fram tillögu um að draga beiðnina til baka og láta málið niður falla.  

Talsverður fjöldi ESBsinna sættir sig ekki  við þá niðurstöðu síðustu Alþingiskosninga að flokkarnir sem beiðnina lögðu fram og ráku málið við ESB töpuðu svo stórkostlega að annað eins hefur hvergi sést á byggðu bóli í nokkrum kosningum og halda uppi háværum kröfum um að aðildarferlinu verði lokið áður en þjóðin verði spurð álits á því hvort hún kærir sig um aðildina eða ekki.

Eina færa leiðin til að ljúka þessu máli virðist vera að skjóta því til þjóðarinnar og þá með algerlega kristaltærri og skýrri spurningu, sem ekki væri hægt að hártoga eða mistúlka á nokkurn hátt eftirá. Spurningin gæti t.d. hljóðað svo:  "Vilt þú að Ísland gerist aðili að ESB?"  Telji einhver að þessi spurning sé ekki nógu skýr, mætti bæta við:  ".. að því tilskyldu að viðunandi niðurstaða fáist fyrir þjóðarhag Íslendinga, t.d. varðandi yfirráð sjávarauðlindanna."

Fengist niðurstaða sem samninganefndin teldi að þjónaði þjóðarhag landsins á viðunandi hátt, yrði hún að sjálfsögðu lögð fyrir þjóðina til staðfestingar eða höfnunar.  


mbl.is Rætt um Evrópumálin á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. febrúar 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband