Vill einhver taka ţátt í ţessu sukki?

Eins og venjulega er ESB gert afturreka međ bókhald sitt vegna fjármálaóreiđu og sukks, sem engar skýringar fást á, en virđist vaxa ár frá ári.  Síđast liđin nítján ár hafa endurskođendur ESB neitađ ađ skrifa upp á bókhaldiđ vegna ţess ađ engan veginn er hćgt ađ fá tekjur og gjöld til ađ stemma saman og munar ţar engum smáupphćđum.

Ţrátt fyrir fögur fyrirheit vex óráđsían ár frá ári og viđ neitun á samţykkt ársreikninga fyrir áriđ 2012 benda Hollendingar, Bretar og Svíar t.d. á ađ misfćrslurnar hafi vaxiđ úr 3,9% áriđ 2011 i 4,8% áriđ eftir.  Viđ afgreiđslu fjárlaga á Íslandi ţykir ţađ gríđarlegur niđurskurđur ef ríkisstofnunum er gert ađ spara sem nemur 1,5% af árlegum rekstrarkostnađi, ţannig ađ sé ţađ sett í samhengi viđ ţessi 4,8% sem engar skýringar finnast á hjá ESB sést best hvílíkt fjármálasvínarí á sér stađ ţar á bć.

Nú hefur Hagfrćđistofnun Háskólans sent frá sér skýrslu um stöđu innlimunarferils Íslands ađ ESB og ţeim breytingum sem ţar á bć hafa orđiđ undanfarin ár og framtíđarhorfur.  Ţrátt fyrir ađ niđurstađan sé sú sem allir vissu reyndar fyrirfram, ţ.e. ađ ekki vćri eftir neinu ađ kíkja í "pakkanum" enda hefđi hann veriđ opinn öllum til skođunar í mörg ár og ekkert óvćnt ţar ađ sjá, láta innlimunarsinnar sér ekki segjast og halda áfram blekkingarleik sínum varđandi innlimunina og láta enn eins og eitthvađ leynist á botni "pakkans" sem jafnvel yfirstjórn ESB viti ekki um.

Ţó vitađ hafi veriđ í tvo áratugi um sukkiđ, svínaríiđ og spillinguna í fjármálum ESB hafa innlimunarsinnar ekki látiđ ţćr fréttir hafa minnstu áhrif á tilraunir sínar til ađ blekkja ţjóđina til ađ láta stjórn fiskveiđa viđ landiđ í hendur ţessara spillingarfursta sem ríkjum ráđa innan ESB.

Hvađ sem öllum skýrslum um ESB líđur og fréttum af spillingunni ţar innandyra mun sjálfsagt ekkert breytast í blekkingaráróđri innlimunarsinna. 


mbl.is Neita ađ samţykkja reikninga ESB
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 19. febrúar 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband