Bankastjórarnir og forstjórar kortafyrirtækjanna beri ábyrgðina

Þegar búið er að afhjúpa svindl bankanna og kortafyrirtækjanna í viðleitni sinni til að hrekja Kortaveltuna út af markaði og geta hirt ein öll eggin frá gullhænunni.

Í raun var þetta gert á kostnað viðskiptavina fyrirtækjanna, sem látnir eru greiða okurverð fyrir þjónustuna enda milljarðahagnaður af kortafyritækjunum árlega.

Á þessum gríðarlega hagnaði héngu kortafyrirtækin Borgun og Valitor (sem voru í eigu bankanna) og gerðu allt sem mögulegt var, flest ólöglegt, til að halda Kortaveltunni frá gullgreftrinum.

Nú hafa bankarnir og kortafyrirtækin tvö verið sektum um rúmar sextánhundruðmilljónir króna og lofa nú öllu fögru um framtíðina og þar á meðal að lækka árlegar greiðslur viðskiptavina sinna um heilar fjögurhundruðmilljónir.

Bankastjórarnir og forstjórar kortafyrirtækjanna sitja eftir sem áður sem fastast í stólum sínum og þurfa ekki að þola nein persónuleg óþægindi vegna þessara ólöglegu starfsemi sinnar.

Það er einkennilegt að litið skuli svo á að fyrirtækin sjálf séu gerendur glæpsins, en þeir sem stjórna þeim skuli teljast saklausir sem ungabörn eftir sem áður.


mbl.is Sparar neytendum 400 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. desember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband