Náttúruskoðarar greiði kostnaðinn sem fylgir ferðum þeirra

Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið hefur lengi verið að veltast með hugmyndir um náttúrupassa, eða aðrar leiðir til fjármögnunar á viðhaldi ferðamannastaða vítt og breitt um landið, og virðist loksins komin fram "lausn" á málinu sem Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra, hefur nú lagt fram.

"Lausnin" felst í því að íslendingar, sem aldrei fara í náttúruskoðun" skuli taka þátt í að greiða fyrir átroðning ferðafólks í viðkvæmri náttúrunni til jafns á við þá sem valda spjöllunum sem náttúrupassinn á að notast til að fjármagna viðgerðirnar.

Því verður seint trúað að slíkur nefskattur verði lagður á þá íbúa landsins sem sjaldan eða aldrei fara á viðkvæm landssvæði.

Þeir sem valda kostnaði vegna uppbyggingar og viðhalds á ferðamannastöðum eru auðvitað þeir sem eiga að greiða þann kostnað.  Seljendur ferða á þessa staði eru auðvitað þeir sem eiga að greiða kostnaðinn.  

Þann kostnað munu þeir auðvitað leggja á viðskiptavini sína með gjaldi á hvern farmiða sem seldur verður og þannig munu þeir greiða fyrir afnotin sem þeirra njóta.


mbl.is Náttúrupassi samþykktur í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. nóvember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband