Þétting byggðar er ágæt, en hvert fer atvinnan?

Undanfarið hafa borgaryfirvöld keppst við að benda á ýmis svæði innan borgarmarkanna, aðallega í eldri hverfum, þar sem áhersla verður lögð á að þétta byggðina.  Það verður aðallega gert með byggingu fjölbýlishúsa með afar fáum, jafnvel engum, bílastæðum en áhersla lögð á umferð gangandi, hjólandi og strætisvagna.

Á a.m.k. sumum þessara fyrirhuguðu byggingasvæða, t.d. Skeifunni, Elliðavogi og Ártúnshöfða svo nokkur svæði séu nefnd, eru nú ýmis atvinnufyrirtæki eins og verslanir, verkstæði og ýmis smærri atvinnurekstur og allir skuli þessir vinnustaðir víkja fyrir íbúðabyggingum.

Sá, sem hér slær á lyklaborð, hefur ekki orðið var við að í umræðunni um breytingar á skipulagi og öll þessi nýju byggingarsvæði sé nokkurn tíma rætt um hvert öll þessi atvinnustarfsemi skuli flytjast.  Engu er líkara en að fyrirtækin eigi að víkja með nánast engum fyrirvara, t.d. í Elliðavogi, án þess að nokkur minnist á hvert þau ættu að flytja sig.

Smáiðnaður og verkstæði hafa oftast byggst upp í útjaðrði byggðarinnar en nú bregður svo við að ekki virðist vera gert ráð fyrir neinu  nýju athafnasvæði í borgarlandinu, enda allt gert sem mögulegt er til að torvelda umferð ökutækja um borgina, þannig að erfitt verður í framtíðinni fyrir starfsmenn og viðskiptavini fyrirtækja að komast á fyrirhugaðan áfangastað.

Getur verið að borgaryfirvöld í Reykjavík ætlist til að atvinnustarfsemi flytjist að mestu leyti í nágrannasveitarfélögin án þess að reiknað sé með að fólk komist á milli staða nema á reiðhjólum?


mbl.is 100 milljarðar í nýtt hverfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. nóvember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband