Verður ekki að slaka á innflutningsbanni á kjöti, eða hvað?

Eftirlitsstofnun EFTA hefur í dag birt þann úrskurð sinn að íslensk yfirvöld hafi ekki getað sýnt fram á að innflutningshöft á kjöti séu nauðsynleg til að vernda líf og heilsu almennings og dýra og því andstæð EFTAsamningnum.

Samkvæmt þessum úrskurði verða íslensk yfirvöld að breyta lögum um matvælainnflutning innan tveggja mánaða en sæta málshöfðun ella.

Þetta kallar á skjót viðbrögð til lagabreytinga og kollvarpar í raun öllu landbúnaðarkerfinu hérlendis.  Ekki er að sjá að íslendingar geti með nokkru móti komið sér hjá að breyta reglunum hvað þetta varðar og því eins gott fyrir bændur og framleiðslufyrirtæki landbúnaðarafurða að bregðast hratt og vel við þeirri samkeppni sem nú blasir við þeim.

Þetta ætti að verða til þess að lækka matvælaverð í landinu, nema hugvitssömum kerfisköllum takist að finna upp ný og endurbætt vörugjöld (hvað svo sem þau yrðu látin heita) til að halda uppi verði á innfluttu vörunum eins og gert hefur verið hingað til.

Kannski þarf ekki að breyta neinu öðru en leyfisumsóknunum, en halda innflutnigsgjöldunum.  Kerfið mum nánast örugglega ekki gefa neitt eftir af sínum tekjum af þessum málaflokki, frekar en öðrum. 


mbl.is Takmarkanir á innflutningi brjóta í bága við EES-samning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. október 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband