Er Wikileaks orðin málpípa morðingja?

Wikileaks hafa sent frá sér einhverskonar yfirlýsingu um að samtökin fordæmi lokun vefsíðunnar Kfilafah.is, sem er eða var áróðurssíða hryðjuverkasamtakanna sem vilja láta kalla sig Ríki Íslams en eru ekkert annað en samsafn morðóðs glæpalýðs.

Að minnsta kosti einn þingmaður Pírata hefur sent frá sér álíka yfirlýsingu og eins og Wikileaks virðist hann álíta lokun síðunnar brot á mál- og tjáningarfrelsi þeirra ógeðslegu villimanna sem flykkst hafa til þátttöku í hryllingsverkum þessara morðvarga sem framin eru og réttlætt með ótrúlegu trúarofstæki.

Stuðningur við "mál- og tjáningarfrelsi" þessara skrímsla í  mannsmynd hlýtur þá að ná til þess að "venjulegir" morðingjar og aðrir ribbaldar fái frið til þess að halda úti vefsíðum til að útskýra málstað sinn og sýna myndbönd af manndrápum sínum og öðrum illverkum svo almenningur geti tekið upplýsta afstöðu til þeirra.

Mál- og tjáningarfrelsið er dýrmætara en svo að réttlætanlegt sé að misbjóða þeim sem þess njóta á eins lágkúrulegan hátt og talsmenn Wikileaks og Pírata leyfa sér að gera. 


mbl.is Wikileaks fordæmir lokun vefsíðu Ríkis íslams
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. október 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband