9.1.2014 | 20:01
Barátta gegn okri
Ţegar gengi íslensku krónunnar lćkkar stendur ekkert á ţví ađ hćkka verđ á erlendum vörum og venjulega fylgja svo innlendir framleiđendur á eftir međ hćkkun á sínum vörum, ţó ekkert mjög sýnilegt tilefni sé til.
Ţegar gegni krónunnar styrkist verđur sjaldan vart viđ ađ vöruverđ lćkki, heldur hefur ţróunin undanfarin ár veriđ sú ađ verđbólga hefur veriđ stöđugt hćkkandi, enda hugarfariđ orđiđ ţannig ađ verđhćkkanir séu óbreytanlegt náttúrulögmál.
Á eftirfarandi töflu sést hvernig gengi krónunnar hefur styrkst gagnvart helstu viđskiptagjaldmiđlum síđast liđna tólf mánuđi. Ţrátt fyrir ţessa styrkingu hefur verđlag stöđugt hćkkađ, jafnt innfluttar vörur sem og íslenskar.
Gjaldmiđill 31. des. 2012 31. des. 2013 Breyting
Bandaríkjadalur USD 128,740 115,030 -10,65 %
Sterlingspund GBP 208,150 190,210 -8,62 %
Kanadadalur CAD 129,360 108,070 -16,46 %
Dönsk króna DKK 22,760 21,248 -6,64 %
Norsk króna NOK 23,043 18,919 -17,90 %
Sćnsk króna SEK 19,758 17,949 -9,16 %
Svissneskur franki CHF 140,640 129,190 -8,14 %
Japanskt jen JPY 1,495 1,096 -26,73 %
SDR XDR 197,990 177,340 -10,43 %
Evra EUR 169,800 158,500 -6,65 %
Kínverskt júan CNY 20,663 19,002 -8,04 %
Vegna nýgerđra kjarasamninga og harđra mótmćla gegn hvers konar verđhćkkunum ćtla nokkrar verslanir ađ lćkka verđ á innfluttum vörum um 2-5% og ţađ ţrátt fyrir ađ erlendur gjaldeyrir hafi lćkkađ í verđi frá 6,64% til 26,73%. Ţađ er japanska jeniđ sem hefur lćkkađ um tćp 27% síđast liđna tólf mánuđi, en ekki hefur samt orđiđ vart viđ ađ t.d. japanskir bílar hafi lćkkđ um fjórđung á sama tíma.
Nú virđist loksins hafin raunveruleg barátta gegn verđbólgunni og sífelldum tilefnislausum verđhćkkunum og vonandi sniđganga neytendur hvern ţann framleiđanda og kaupmann sem ekki heldur vöruverđi a.m.k. óbreyttu á nćstunni og jafnvel lćkka verđ sín, enda virđast allar forsendur vera fyrir hendi til ţess.
Okur er óţolandi, bćđi vöru- og vaxtaokur. Vonandi tekst ađ ráđa niđurlögum hvors tveggja í ţessari atrennu.
![]() |
Bónus lćkkar verđ á matvöru |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Breytt 10.1.2014 kl. 14:15 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)