Góðir lekar og slæmir

Vítt og breitt um heiminn hefur alls kyns lekum frá opinberum aðilum verið fagnað óskaplega og uppljóstrarar, sem stolið hafa gríðarlegum gagnabönkum úr opinberum tölvukerfum, verið dýrkaðir og dáðir.

Því hefur verið haldið mjög á lofti að almenningur eigi rétt á upplýsingum um allt sem opinberir aðirlar, hermálayfirvöld og leyniþjónustur eru að aðhafast dags daglega og að þeir sem miðla slíkum upplýsingum skuli vera friðhelgir og eigi alls ekki  að þurfa að þola ákærur eða önnur afskipti lögreglu eða dómstóla vegna lekastarfsemi sinnar.

Á einhvern hátt bárust upplýsingar til fjölmiðla á Íslandi um athugun opinberra aðila á ákveðnum hælisleitanda og þá bregður svo við að sá upplýsingaleki er af ýmsum álitinn stórkostlegt hneyksli og miklu  verri en þó um viðkvæmustu ríkisleyndarmál væri að ræða.

Svo alvarlegur er þessi leki álitinn að Innanríkisráðherra og allt starfsfólk ráðuneytisins hefur verið kært til ríkissaksóknara og þá líklega með þeim tilgangi að koma þessu fólki öllu í fangelsi fyrir að leka "viðkvæmum" upplýsingum sem ekki hefðu átt að komast úr húsi nema til útvalinna.

Það er vandlifað í veröldinni og ýmsar upplýsingar kærari mörgum en aðrar.


mbl.is Ríkissaksóknari athugar leka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. janúar 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband