Húmorslaus kóngur og borgarstjóri á sama plani

Svíakóngur er annálaður fyrir sinn þurra og einkennilega húmor, sem öðrum en honum sjálfum er lítt skiljanlegur eða þykir a.m.k. alls ekki  fyndinn af flestum.  Svíar hneykslast nú vegna nýjustu "brandara" hans um að kóngur hyggist bara "loka sjoppunni" og stunda bleyjuskipti á barnabarni sínu  í New York næstu árin.  Ekki þótti heldur sniðugt að hann skyldi segja að líklega flytjist dóttirin til Íslands því þar sé betra að búa en í Svíþjóð.

Íslendingar kannast vel við lélegan húmor einstkra framámanna hérlendis og nærtækast er að benda á borgarstjórann í Reykjavík sem enginn veit hvort meinar það sem hann segir, eða hvort það á að vera fyndið enda með afar furðulegan húmor sem fáum hugnast.

Aðalmunurinn á Svíakóngi og Reykjavíkurborgarstjóranum er þó sá að kóngurinn svarar heimskulegum spurningum með heimskulegri fyndni, en borgarstjórinn svarar skynsamlegum spurningum með aulahætti, enda skilur hann þær sjaldnast. 


mbl.is Svíakonungur harðlega gagnrýndur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. september 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband