Siglufjörður verður í forystu ferðamannabæja

Mikil uppbygging ferðaþjónustu hefur verið á Siglufirði undanfarin ár og er henni alls ekki lokið, en þegar allt verður orðið eins og fyrirhugað er verður kaupstaðurinn án nokkurs vafa einn eftirsóttasti ferðamannabær landsins.

Unnið er við nýjan og glæsilegan golfvöll, stækkun skíðasvæðisins er fyrirrhuguð og hafin er bygging nýs hótels í hjarta bæjarins gegnt glæsilegum veitingastöðum sem opnaðir hafa verið í endurnýjuðum fiskvinnsluhúsum við höfnina.

Sá, sem á heiðurinn af þessari uppbyggingu allri, er framkvæmdamaðurinn og fjárfestirinn Róbert Guðfinnsson sem með þessum framkvæmdum er að breyta svip fæðingarbæjar síns úr því að hafa áður fyrr verið einn fremsti fiskvinnslubær landsins í að verða glæsilegasti ferðamannabær landsins.

Við þetta er síðan að bætast bygging Orra Vigfússonar og Chad R. Pike á glæsihóteli í Fljótum og þyrluþjónusta við skíðafólk, sem kýs að skíða á óhefðbundnum skíðasvæðum og verður sú lúxusferðamennska til að ýta enn undir að Tröllaskaginn og Siglufjörður munu laða til sín ferðafólk úr allri tegund ferðaþjónustunnar í nánustu framtíð og raunar til  langrar framtíðar.

Ef til vill verða þetta glæsilega framtak öðrum fjársterkum aðilum til fyrirmyndar við uppbyggingu í heimabæjum sínum hringinn í kringum landið.  Þangað til a.m.k. verður Siglufjörður fremstur ferðamannastaða landsins. 

 


mbl.is Yfirmaður hjá Blackstone leggur til fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. september 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband