Hvenær er æra uppreist og skuld greidd?

Mikil umræða hefur skapast vegna þess klaufagangs sem upp kom vegna beiðni Baldurs Þórhallssonar til Jóns Baldvins Hannibalssonar um að vera gestafyrirlesari á námskeiði Baldurs í Háskólanum í vetur og síðan afturköllun þeirrar beiðni vegna klámbréfa Jóns Baldvins til ungrar stúlku í fjölskyldu eiginkonu sinnar fyrir allmörgum árum í sendiherratíð sinni.

Bréfaskriftirnar voru kærðar til saksóknara en fóru aldrei fyrir dómstóla þar sem sök var orðin fyrnd vegna þess hve lengi hafði dregist að leggja kæruna fram.  Jón Baldvin baðst síðar afsökunar á "dómgreindarbresti" sínum, en sú afsökunarbeiðni var aldrei tekin til greina af þolandanum og engin fyrirgefning veitt.

Rútubílstjóri var rekinn úr vinnu eftir að upp komst að hann hafði  á árum áður verið dæmdur fyrir barnaníð og þann dóm hafði hann setið af sér og ekki komist í kast við lögin eftir það, svo vitað sé.  Þetta leiðir hugann að því hvenær æra manna sé uppreist og skuld sakamanna við þjóðfélagið telst greidd.

Er skuldin uppgerð eftir að sakamaður hefur afplánað dóm sinn og á hann þá að vera laus mála og þurfa ekki að þola viðbótarrefsingar og vinnumissi jafnvel mörgum árum eftir að brot var framið og afplánun var lokið?  Er skuld við fórnarlamb uppgerð með afsökunarbeiðni þess seka, jafnvel þó fórnarlambið taki þeirri beiðni ekki vel og fyrirgefi aldrei það sem misgert var? 

Þetta eru siðferðisspurningar sem vert er að  velta vandlega fyrir sér., 


mbl.is Álykta ekki um mál Jóns Baldvins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. september 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband