Vinstra liðið í vanda vegna Landspítalaforstjóra

Vinstra liðið í landinu hefur lent í mikilli klemmu vegna tímabundinnar ráðningar Páls Matthíssonar í forstjórastöðu Landspítalans, en margir úr því liðinu hafa í dag verið að reyna að gera ráðninguna tortryggilega, sumir með ættartengslum Páls og Bjarna Ben. og aðrir með því að básúna að ekki hafi verið auglýst eftir forstjóra þó ráðherra hafi margtekið fram að um tímabundna ráðningu væri að ráða og staðan yrði auglýst innan skamms tíma.

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, eykur á ringulreiðina hjá vinstra liðinu með því að dásama ráðningu Páls og halda því fram að ráðherra hefði varla getað fundið heppilegri kandidat í starfið.  

Það er sannarlega erfitt að lifa fyrir fólk á vinstri kanti stjórnmálanna á þessum síðustu tímum, enda það ekki búið að jafna sig eftir afhroðið í kosningunum í vor.   


mbl.is „Erfitt að finna betri mann“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. september 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband