Hundurinn er orðinn "þarfasti þjónninn"

Þegar eldur kviknaði í íbúð í fjölbýlishúsi s.l. nótt var það heimilishundurinn sem líklega bjargaði lífi íbúanna í íbúðinni með gelti sínu.  Enginn reykskynjari var uppsettur á staðnum, sem auðvitað ætti að vera sjálfsagður hlutur, en það á  við um ótrúlega mörg heimili landsins.

Þessi saga sannar enn og aftur að hundur ætti að vera á hverju heimili, enda ekki hægt að hafa ljúfari og betri vini í daglegu návígi.  Til viðbótar dregur hundur heimilisfólkið út í göngutúra og eru því heilsubætandi í ofanálag við allt annað.

Reykskynjarar, sjúkrakassar og fleiri öryggisatriði eiga auðvitað að vera í lagi á hverju heimili, en hundur ætti einnig að vera gleðigjafi jafnvíða.

Hundurinn hefur tekið við af hestinum sem "þarfasti þjónninn" og er góður og tryggur vinur að auki. 


mbl.is Hundur bjargaði mannslífum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. september 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband