Hver eru viðurlögin við upploginni nauðgun?

Nauðgun er alvarlegur glæpur og skelfilegur fyrir þann sem fyrir verður og tekur langan tíma að jafna sig eftir slíka hörmungarreynslu, ef viðkomandi nær sér nokkurn tíma að fullu.

Refsing við slíku broti á að vera hörð og til viðbótar fangelsisvist ætti nauðgarinn að verða dæmdur til að greiða fórnarlambi sínu háar skaðabætur, þó peningar bæti í sjálfu sér ekkert eftir slíkt óhæfuverk gætu þeir þó hjálpað til við úrvinnslu slíkrar reynslu og kaup á sérfræðiaðstoð í þeim tilgangi.

Að ljúga nauðgun upp á saklaust fólk er ekki  síður alvarlegur glæpur og ættu viðurlög við slíku að vera hörð, enda oft erfitt fyrir þann sem fyrir slíkum upplognum sökum verður að sanna sakleysi sitt og jafnvel þó það takist fyrir dómi eru dæmi um að almenningur trúi ekki á sakleysi viðkomandi fórnarlambs lyganna og því þurfi viðkomandi að berjast við fordóma og fyrirlitningu samfélagsins eftir slíkar ásakanir.

Nauðgun er alvörumál og upplognar ásakanir um slíkt ekki síður. 


mbl.is Maðurinn reyndist vera saklaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. ágúst 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband