Árás óréttlætanleg án öruggra sannana

Obama, Bandaríkjaforseti, virðist vera búinn að ákveða að gerð verði loftárás á sýrlensk skotmörk í hefndarskyni fyrir eiturefnaárás sem gerð var fyrir um það bil tíu dögum í útjaðri Damaskus, höfuðborgar Sýrlands.

Borgarastríðið í Sýrlandi hefur verið að þróast þannig að stjórnarherinn hefur verið að ná yfirhöndinni  yfir uppreisnarhópunum og þó stjórnvöld í Sýrlandi hafi  sýnt að þeim sé í litlu treystandi, þá verður að segjast að eiturefnaárás af þeirra hálfu á almenna borgara á þessu stigi átakanna hefði verið algerlega vitfyrrt og það sama dag og eftirlitssveit SÞ kom til landsins til að rannsaka ásakanir um fyrri beitingu eiturefna og hvort stjórnarherinn eða uppreisnarhóparnir hafi beitt þeim í þeim tilfellum. 

Ætli Bandaríkjamenn og fylgjendur þeirra að leggja út í hernaðaraðgerðir að þessu sinni er lágmarkskrafa að þeir leggi fram algerlega óvéfengjanlegar sannanir fyrir því hverjir stóðu á bak við eiturefnaárásirnar því heimskulegri stríðsaðgerðir hafa ekki sést eða heyrst en þessi eiturefnanotkun á þessum tíma, hafi stjórnarherinn staðið að baki þeirra.

Ýmislegt bendir til að uppreisnarmenn hafi staðið að þessum aðgerðum, einmitt til að fá Bandaríkin til að blanda sér í átökin og aðstoða þannig við að steypa stjórnvöldum í Sýrlandi.  Enginn veit hvað tæki þá við í landinu  og hvort það yrði landsmönnum þar, eða umheiminum til góða.  

Sporin í nágrannalöndunum hræða. 


mbl.is Búast við árás á hverri stundu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. ágúst 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband