Þrífst ferðamannaiðnaðurinn á svindli?

Ferðaiðnaðurinn blómstrar um þessar mundir með mikilli fjölgun hótela, gistihúsa allskonar og hreinni sprengingu í veitingageiranum.  Athygli vekur þó að samkvæmt upplýsingum skattstjóra sjást þess lítil merki í auknum skattgreiðslum til ríkisins, hvorki frá rekstraraðilum né í aukinni staðgreiðslu skatta vegna launagreiðslna.

Það hefur lengi loðað við a.m.k. veitingahúsin og skyndibitastaðina að þeir svindluðu á launþegum og þá alveg sérstaklega ungu fólki sem stundar hlutastörf samhliða skólanámi.  Sem dæmi má nefna svokallað "jafnaðarkaup", sem hvergi er til í kjarasamningum, en þá er krökkunum borgaður einhver tilbúinn launataxti, jafnvel lítið sem ekkert hærri en dagvinnulaunin, jafnvel þó öll vinna viðkomandi unglings fari fram á kvöldin og um helgar.

Nú virðist enn vera að bætast í svindlflóruna með því að bjóða unga fólkinu upp á "launalausan prufutíma" innan veitingageirans áður en af hugsanlegri ráðningu verður og þá jafnvel á laun sem ekki eru innan kjarasamninga.   Eftir Hörpu Ólafsdóttur, forstöðumanni kjaramálasviðs Eflingar, er eftirfarandi haft í meðfylgjandi frétt:  „Fjölgun mála er í beinu hlutfalli við mikla fjölgun veitingastaða á síðustu árum.  Í dag eru um 20% félagsmanna stéttarfélagsins starfsmenn veitingahúsa en þetta hlutfall var 10% árið 2007.  Það eru hlutfallslega miklu fleiri sem leita til okkar vegna launamála í þessari stétt en í öðrum starfsgreinum,“ segir Harpa en um 50% þeirra sem leita til stéttarfélagsins vegna launakrafna eru starfsmenn veitingastaða."

Þessi framkoma við starfsfólk er greininni til skammar og er svartur blettur á vaxandi atvinnugrein sem litið er á sem eina þeirra sem halda á uppi lífskjörum í landinu í framtíðinni.  

Varla getur þessi atvinnugrein reiknað með mikilli opinberri fyrirgreiðslu á meðan hún virðist þrífast á starfsmannasvindli og skattaundanskotum. 


mbl.is „Það á enginn að vinna frítt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. júní 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband