Útskýringar óskast á áskorun

Fyrri liður áskorunar til Alþingis og forsetans til vara hljóðar svona:  "Við undirrituð hvetjum Alþingi til að samþykkja ekki frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum nr. 74/2012 frá 26. júní 2012 þar sem skilgreind eru þau gjöld sem útgerðinni ber að greiða fyrir afnot af sameiginlegri fiskveiðiauðlind okkar."

Textinn vekur upp þá spurningu hvort sá sem undirritar hann sé með því að segja að ALDREI megi breyta lögum nr. 74/2012, eða bara hvort ekki megi breyta þeim NÚNA á þessu sumarþingi.  Ef meiningin er að ALDREI megi breyta umræddum lögum, er það þá skilningur undirritara að í þeim felist hinn eini rétti og eilífi útreikningur á veiðileyfagjöldum og þar með hvorki eigi eða megi Alþingi nokkurn tíma fjalla framar um skatta á fiskveiðar við Íslandsstrendur.

Seinni hluti áskorunarinnar hljóðar á þennan veg:  "Verði Alþingi ekki við þeirri ósk verður þessi undirskriftalisti afhentur hr. Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands og hann hvattur til að undirrita ekki lög sem taka til breytinga á lögum nr. 74/2012 frá 26. júní 2012 heldur vísa þeirri ákvörðun í þjóðaratkvæði til eigenda fiskveiðiauðlindarinnar, íslensku þjóðarinnar."

Verði Alþingi ekki við áskoruninni og hafni forsetinn frumvarpinu staðfestingar þannig að kjósendur taki milliliðalausa afstöðu til málsins, ber þá að skilja afstöðu undirritaranna á þann veg að með slíku yrði sett fordæmi fyrir því að skattabreytingahugmyndir ríkisstjórna framtíðarinnar skuli undanbragðalaust, safnist til þess ákveðinn fjöldi undirskrifta, vísað til þjóðarinnar til ákvörðunar, hvort sem um tekjuskatta væri að ræða, virðisaukaskatt, vörugjöld, tolla eða hvern annan skatt eða gjald sem ríkisstjórnum dytti í hug að hækka, eða lækka, í það og það sinnið.

Vonandi sjá sem flestir, sem undir áskorunina hafa skrifað, sér fært að útskýra hvað þeir höfðu nákvæmlega í huga þegar afstaða til málsins var tekin.


mbl.is „Sammála um að vera ósammála“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórhækka alla skatta

Að sjálfsögðu verður að taka tillit til undirskrifta tíu prósent þjóðarinnar um stórhækkun skatta á alla sem draga björg í þjóðarbúið, hvort sem um er að ræða veiðigjöld, tekjuskatta á greinina sjálfa og svo alla þá sem einhverja hagsmuni hafa af því að útgerð þrífist í landinu.  

Þegar að er gáð er það þjóðin sjálf sem mestra hagsmuna hefur að gæta í málinu, þar sem sjávarútvegur hefur verið aðalundirstöðuatvinnugrein hennar um áratugi og í raun komið henni frá örbirgð til sjálfsbjargar.

Þess vegna er auðvitað rökrétt að um leið og veiðigjöld verða hækkuð verulega frá því sem áður hefur verið verði tekjuskattar þjóðarinnar hækkaðir svo um munar, enda nánast hvert mannsbarn í landinu sem nýtur sjávarútvegsins í lífskjörum sínum.   

Uppbygging atvinnugreina og velgengni þeirra er bara hjóm eitt hjá því sæluríki sem hægt er að byggja upp hér á landi með ofursköttum og vinnuleysi. 


mbl.is Ánægjulegt hve margir hafa skoðun á málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. júní 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband